Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 105. fundur,  10. maí 2023.

skipulagslög.

144. mál
[17:08]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég held að hv. umhverfis- og samgöngunefnd hafi öll verið því sammála að markmiðið er gott, eins og jafnan er. Endurbóta er þörf.

En ég vil taka undir með hv. þm. Þórunni Sveinbjarnardóttur um þær efasemdir sem hafa komið fram við meðferð málsins í nefndinni. Frumvarpið, eins og það er úr garði gert, er ekki sérstaklega líklegt til að ná fram markmiðum sínum.

Þarna er líka þung gagnrýni frá nokkrum sveitarfélögum. Ég er á því að meiri hlutanum hafi ekki tekist að svara með sannfærandi hætti þeirri gagnrýni að með þessu frumvarpi sé ráðherra farinn að ganga yfir eðlileg mörk hvað varðar skipulagsvald og sjálfsákvörðunarvald sveitarfélaga.

Af þeirri ástæðu get ég ekki stutt þetta mál og er á minnihlutaáliti.