Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 105. fundur,  10. maí 2023.

breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld.

432. mál
[17:17]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða frumvarp sem mun hafa áhrif á frumkvöðlafyrirtæki því að það er mjög algengt að setja upp svokallaða kaupréttarsamninga, sér í lagi þegar byrjað er með slík fyrirtæki. Slík fyrirtæki sækja oft fjármagn til útlanda. Eitt af því sem er skoðað af erlendum fjárfestum þegar farið er í svona mál er hvernig kaupréttarsamningar eru settir upp.

Það sem gerir þetta mál erfitt er að hér erum við að búa til séríslenskar reglur sem munu auka flækjustigið fyrir þessa erlendu fjárfesta sem vilja koma inn. Því langar mig að óska eftir því að hv. efnahags- og viðskiptanefnd taki þetta mál aftur til sín milli 2. og 3. umr. og skoði hvaða áhrif þetta hefur á mögulegar fjárfestingar erlendra aðila og fái til sín gesti sem geta talað um slíkt.