Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 114. fundur,  31. maí 2023.

aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027.

857. mál
[15:49]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Já, við greiðum hér atkvæði um aðgerðaáætlun í málefnum geðfatlaðra. Það skiptir máli að fram sé komin aðgerðaáætlun. Þá er eitthvert plagg til að vinna eftir. Eitt er að leggja fram stefnu og þær hafa verið lagðar fram ansi margar að undanförnu, en það er þá komin aðgerðaáætlun. Eftir henni er þá hægt að vinna í framhaldinu þó að mörg okkar sem sitjum í hv. velferðarnefnd hefðum viljað sjá meira fjármagn og höfum m.a. gert athugasemdir við það hvað þetta varðar en einnig um aðgerðaáætlun í málefnum aldraðra. En þá er aðgerðaáætlunin til og við höfum þá bara tækifæri til þess að halda áfram að berja á hæstv. heilbrigðisráðherra um að redda peningum í þennan málaflokk eins og þarf að gera til þess að láta þetta ná fram að ganga. Við í Viðreisn styðjum þessa áætlun.