Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 114. fundur,  31. maí 2023.

aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027.

857. mál
[15:54]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég styð þessa tillögu. Það er sorglegt til þess að vita að hún verði felld. Að gera þetta einhvern tímann í framtíðinni kann ekki góðri lukku að stýra. Í málinu í heild verðum við að átta okkur á því að ef við setjum ekki fjármuni í geðheilbrigðismálin þá erum við að framleiða öryrkja inn í framtíðina. Við erum á sama tíma að tala um að breyta kerfinu, taka á vandanum sem varðar öryrkja, en við ætlum ekki að fjármagna það kerfi sem flestir öryrkjar eru að detta inn í, geðheilbrigðismálin. Ég skil ekki svona vinnubrögð. Ég styð þessa flottu áætlun en ég er gjörsamlega orðlaus yfir því að ríkisstjórnin ætli bæði að hunsa það að fjármagna þetta fyrr en einhvern tímann í framtíðinni og að geta fjölgað starfsfólki í kerfinu, með því að hafna þessari tillögu.