154. löggjafarþing — 17. fundur,  18. okt. 2023.

ávana- og fíkniefni.

102. mál
[17:05]
Horfa

Teitur Björn Einarsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir svörin. Ég held að þetta sé atriði sem þarf að gæta að, þ.e. hvaða vald hefur ráðherra til þess að afmarka svona veigamikinn þátt í þessu atriði, hvað er skilgreindur neysluskammtur. Og þá er spurningin: Komi það ekki fram er þá réttara að þingið setji alla vega einhvers konar ramma utan um það? Hér er settur rammi, að það séu tíu dagar. Gott og vel. En spurningin er hvort það sé ekki þörf á því að þingið afmarki þetta með einhverjum hætti þannig að þetta valdi ekki einhverri réttaróvissu um stöðu þessara einstaklinga hver refsilaus neysluskammtur er.