154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[13:20]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Stefán Vagn Stefánsson) (F):

Frú forseti. Mig langar að koma hér upp í lok þessarar ágætu umræðu við 2. umræðu fjárlaga og þakka fyrir þær prýðisgóðu umræður sem hér hafa farið fram síðustu daga um þessi fjárlög og ítreka þakkir mínar til þeirra sem gáfu sér tíma til þess að koma hér og eiga orðaskipti, bæði við okkur stjórnarþingmenn og eins að koma hér með ræður og lýsa sínum skoðunum á þessum fjárlögum. Það er alveg ljóst að okkur greinir á í þessum sal um þessi fjárlög eins og margt annað sem í raun og veru var fyrirséð að mörgu leyti. Skoðanir okkar eru ólíkar. Menn tala hér um að það þurfi að gefa í og það þurfi að skera niður, allt eftir því hvar menn standa á hinu pólitíska litrófi. Ég ætla svo sem ekki að lengja þessa umræðu. Ég ákvað að koma hingað upp í restina og þakka fyrir og hef gert það hér með. Við fáum síðan þessi fjárlög inn til fjárlaganefndar eftir þessa umræðu og inn í 3. umræðu. Kærar þakkir fyrir umræðuna og samtalið.