154. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2023.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024.

2. mál
[16:24]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Í þessari breytingartillögu, sem mér sýnist stjórnarmeirihlutinn fella, eru grunnfjárhæðir húsnæðisbóta látnar halda verðgildi sínu og launaviðmiðin hækka miðað við regluleg laun, eins og kallað er, sem er aðeins meira en launavísitalan. Leigjendur eru í slæmri stöðu. Það sýna allar greiningar. Það vitum við öll hérna inni. Þess vegna er það ótrúlegt að stjórnarmeirihlutinn skuli vilja að staða þeirra versni enn á milli áranna 2023 og 2024. Þetta er hneyksli, herra forseti. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)