154. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2023.

fjáraukalög 2023.

481. mál
[17:25]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um að þeir verst settu, ellilífeyrisþegarnir, fái 66.381 kr. eins og öryrkjarnir. Skýring hæstv. ráðherra er sú að það hefði verið gerð breyting á sínum tíma. Sú breyting náði ekki til allra ellilífeyrisþega og allra síst þeirra verst settu og allra síst þeirra örorkuþega sem eru að verða ellilífeyrisþegar og er refsað illilega; alltaf tekið af þeim 28.000 kr. á mánuði bara fyrir það eitt að verða 67 ára og lenda inni í ellilífeyriskerfinu. En svo gleymist líka hinn stóri hópurinn sem þessi ríkisstjórn hefur sett algjörlega út í horn; þeir sem verða fyrir búsetuskerðingu. Fólk, örfáir einstaklingar, það er ekki nóg að þeir fá 10% minna í ellilífeyri en allir aðrir heldur fá þeir líka krónu á móti krónu skerðingu á hverjar einustu tekjur sem þeir fá fyrir utan það. Bara þessi breyting, 66.000 kr. skatta- og skerðingarlaust, myndi skila sér í vasann til þeirra.