154. löggjafarþing — 51. fundur,  15. des. 2023.

tóbaksvarnir.

226. mál
[13:24]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. velferðarnefnd fyrir að klára þetta mál sem er í grunninn lýðheilsumál, forvarnamál, tóbaksvarnamál. Við erum að ræða um eftirlit með innihaldsefnum tóbaksvara. Skiptir það máli? Já, merkingar, pökkun, auglýsingar — þetta eru allt mikilvæg atriði þegar kemur að öryggi og forvörnum og tóbaksvörnum og vinna þannig gegn m.a., eins og meginmarkmiðið er, að tóbaksnotkun ungs fólks, takmarka framboð, takmarka eftirlíkingar. Við höfum náð fyrirmyndarárangri í þessum efnum svo eftir er tekið víða um heim og við eigum, eins og við erum að gera hér með því að samþykkja þetta mál, að verja og bæta þá stöðu, virðulegi forseti.