154. löggjafarþing — 66. fundur,  6. feb. 2024.

barnalög og tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna.

78. mál
[17:52]
Horfa

Sigþrúður Ármann (S):

Virðulegur forseti. Ég fagna þessu frumvarpi og vil þakka hv. þingmanni fyrir að mæla fyrir því. Frumvarpið miðar að því að fullorðnu fólki skuli treyst til að haga lífi sínu eins og það vill svo fremi það sé öðrum að skaðlausu. Þá dregur frumvarpið úr miðstýringu stjórnvalda þegar kemur að þeim veigamikla þætti í lífi fólks að búa til nýtt líf. Tillögurnar fela í sér einföldun regluverks í kringum tæknifrjóvgun og aukið frelsi og traust til handa tilvonandi foreldrum sem þurfa að nýta sér tæknifrjóvgun í þeim tilgangi að eignast barn og stofna fjölskyldu. Þetta er mikið frelsismál og stórt hagsmunamál fyrir þau sem frumvarpið tekur til og ég vona að þingheimur allur taki þessu frumvarpi fagnandi og styðji það.