154. löggjafarþing — 77. fundur,  22. feb. 2024.

kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík.

704. mál
[20:51]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Það er oft talað um þjóðarsjóð. Náttúruhamfaratrygging er ákveðin tegund af þjóðarsjóði, sérhæfður þjóðarsjóður fyrir náttúruhamfaratryggingar. Það má vel vera að við höfum vanmetið umfang þess tjóns sem náttúruhamfarir geta valdið hérna á Íslandi og þar af leiðandi sé umfang iðgjalda og ýmislegt svoleiðis einfaldlega of lítið til þess að náttúruhamfaratrygging geti glímt við það. Ég tel að sá skaði sem í rauninni varð í Grindavík og er ekki beint tryggður hjá náttúruhamfaratryggingu hefði átt að vera það og að náttúruhamfaratrygging ætti mögulega að ná yfir húsnæði sem er í rauninni heilt en ónýtt af því að mögulega er svæðið óíbúðarhæft, t.d. beint ofan á sprungunum. (Forseti hringir.) Hún gerir það ekki eins og er og því verður að taka pening frá náttúruhamfaratryggingu til þess að fjármagna það. Það er bara spurning hvernig við endurgreiðum það af því að það að taka fjármagn úr sjóðnum hefur áhrif á iðgjöld, hærri tryggingar og ýmislegt svoleiðis og sjóðurinn verður þá vanfjármagnaður í kjölfarið.