154. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2024.

Náttúruverndar- og minjastofnun.

831. mál
[19:06]
Horfa

Orri Páll Jóhannsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra andsvarið og skal bara hafa þetta stutt. Ég held að í grunninn séum við alveg sammála, ég og hæstv. ráðherra, um mikilvægi minjaverndarinnar og mikilvægi þess að styrkja hana og styðja frekar. En af því að ég veit að hæstv. ráðherra hefur hug á því að mæla fyrir öðru máli áður en þingfundurinn klárast þá skal ég ekkert hafa þetta lengra en það að segja að við eigum vafalaust margt órætt í akkúrat þessu máli en ég skynja hins vegar líka sameiginlega afstöðu í því að gera betur þegar kemur að minjaverndinni. Ég hef heldur aldrei haldið því fram að það hafi ekki verið gert vel við hana að undanförnu, það hef ég ekki sagt. Ég tel hins vegar tvímælalaust að það þurfi að gera betur og því höfum við kallað eftir ítarlegri skoðun á því og skýrsla hv. þm. Birgis Þórarinssonar er auðvitað mikilvægur hlekkur í því.