154. löggjafarþing — 90. fundur,  21. mars 2024.

búvörulög.

505. mál
[12:02]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Frú forseti. Nú er það þannig að ég kem ekki að samningu á upphaflegu frumvarpi sem lagt var fyrir. Hvers vegna var það svona? Jú, ég hef grun um að ég geti svarað því með einhverjum líkindum og vil taka vara á mitt svar hér. Í upphaflegu drögum sem send voru í samráðsgátt voru gerðar alvarlegar athugasemdir um að upphaflegt frumvarp sem lagt var af stað með tæki yfir allt of stóran hluta. Þá er farið í þennan hluta sem snýr að framleiðandafélögunum og framleiðendafélögin er skýrð þannig að frumframleiðendafélög teljist þau félög sem eru í meirihlutaeigu bænda. Lagt var af stað með það. Þegar á hólminn er komið þá á þetta einungis við um þrjú félög. Ég held að það sé fyrst og fremst það sem gerist þegar lagt er af stað í upphafi að þetta tekur breytingum eftir samráðsgátt og þess háttar. (Forseti hringir.) Ég átta mig bara ekki á því og get því miður ekki svarað því endanlega, hv. þingmaður.