154. löggjafarþing — 90. fundur,  21. mars 2024.

búvörulög.

505. mál
[13:31]
Horfa

Halldóra K. Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Hann talar um breiða sátt og þar erum við bara sammála. Vissulega vill maður breiða sátt. Ég tel að allt hafi verið gert til þess. Ég vil líka þakka fyrir að hv. þm. Sigurjóni Þórðarsyni er mjög umhugað um að stefnu Framsóknarflokksins sé komið vel til leiðar. En ég tel að það hafi verið unnið eins vel og hægt er við þetta frumvarp.