154. löggjafarþing — 94. fundur,  11. apr. 2024.

innviðir markaða fyrir fjármálagerninga sem byggjast á dreifðri færsluskrártækni.

914. mál
[12:39]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Það var í lok fyrirspurnarinnar sem ég gerði einmitt tenginguna við þetta verkefni sem er evrópska blokkarkeðjusandkassaverkefnið, European Blockchain Sandbox, með leyfi forseta, svo ég vísi nú í tæknilega nafnið á þessu í Evrópusambandinu. Og ég var að velta því upp hvort það væri hvort tveggja nægilega vel innleitt í íslensk lög þannig að sandkassaverkefnið sé líka með ákveðnar stoðir hérna af því að það er ákveðið regluverk þar á bak við sem þarf þá að ríma við eða vera til staðar hér ef þetta frumvarp á að ná að byggja á því, ef maður áttar sig á þessu rétt. Þetta er tæknilega mjög flókið þannig að ég velti fyrir mér hvort það sé kannski einhver innleiðingarröð þarna í gangi, því að ég man ekki eftir því að það hafi eitthvað farið í gegnum þingið varðandi þetta blessaða sandkassaverkefni, eða hvort það sé nauðsynlegt yfirleitt.