154. löggjafarþing — 94. fundur,  11. apr. 2024.

innviðir markaða fyrir fjármálagerninga sem byggjast á dreifðri færsluskrártækni.

914. mál
[12:41]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég treysti mér ekki til að leggja mat á það hvort við höfum í þessum tilteknu málum innleitt með réttum hætti. Almennt er hins vegar staðan sú að við náum þeim innleiðingum nokkuð vel í samanburði við önnur lönd í því regluverki sem við tökum upp sameiginlega. Þannig að ég ítreka það, og tek undir með hv. þingmanni, að þar sem þetta er frekar tæknilegt mál á þröngu sviði þá fái nefndin aðstoð annars vegar frá sérfræðingum ráðuneytisins sem eru góðir í þessu sem og þeim aðilum á markaði sem hugsanlega hefðu hug á því að nýta sér þetta og fái þannig allar upplýsingar, áskoranir og tækifæri á borðið þar og hvort ekki sé verið að gera akkúrat það sem gera þarf til að tryggja að íslenskir aðilar hafi sömu möguleika og aðrir.