154. löggjafarþing — 100. fundur,  22. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[16:49]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir þessa spurningu. Í þessum texta er þetta dregið mjög skýrt fram, ekki bara mikilvægi jöfnunar og mikilvægi þess að horfa til jafnréttis vegna þess að konur lifa lengur og þegar við komumst á efri ár þurfum við meiri þjónustu. Svo er kerfið að stórum hluta á okkar stærstu stéttum, hryggjarstykkið í kerfunum er borið uppi af konum; hjúkrunarfræðistéttin, sjúkraliðastéttin, þetta má alveg kalla hryggjarstykkið í kerfinu og mjög mikilvægt að huga að jafnrétti. Já, það er auðvitað á fjölmörgum sviðum sem það er og mig langar að setja þetta í samhengi við stóru spurninguna. Við þurfum hér, og ég er aðeins byrjaður að leiða inn þá vinnu, að horfa í mönnunarlíkan á þjóðhagsgrunni og taka ekkert ósvipað (Forseti hringir.) og með samgönguáætlun fimm og 15 ára mönnunaráætlanir hér inn í þingið. Ég held að við verðum að fá þingið inn í þetta með okkur og vonandi tekst okkur það.