154. löggjafarþing — 100. fundur,  22. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[16:57]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina. Fyrst að Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar ítrekar hv. þingmaður fyrirspurn hv. þm. Loga Einarssonar hér fyrr í andsvari. Það er mjög mikilvægt, við erum auðvitað sammála um það, mikilvægi þess sjúkrahúss út frá staðsetningu, og þá er mikilvægt að það sé fjármagnað að fullu. Það hefur verið halli sem hefur verið yfirstíganlegur og við höfum getað mætt. En ég vil líka draga það fram að stöðugildum hefur fjölgað þar úr 489 í 606 frá 2017. Við erum að efla sjúkrahúsið og fjöldi talna varðandi svona starfsemistölur eru jákvæðar og við þurfum að halda áfram að efla og tryggja fjármögnun og það er vinna í gangi varðandi það.

Varðandi forvarnir þá hef ég talað um forvarnir, allan aldursskalann. (Forseti hringir.) Við vinnum eftir lýðheilsustefnu en svo er mjög mikilvægt á öllum sviðum samfélagsins (Forseti hringir.) að við vinnum að forvörnum, ekki síst í forvörnum sem við erum t.d. að horfa (Forseti hringir.) á í gegnum samþættingarverkefnið Gott að eldast, sem er raunhæft tilraunaverkefni sem við erum að vinna með sveitarfélögunum til að mynda.