154. löggjafarþing — 100. fundur,  22. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[18:04]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ég mismælti mig aðeins áðan í fyrra svari mínu þar sem ég átti vitaskuld við að sett hefð verið aukið fjármagn í að uppræta skipulagða brotastarfsemi. [Hlátur í þingsal.] Ég vil bara árétta það hér og nú. En það er rétt að lögreglan er mannaflsfrek og meiri hluti af því fjármagni sem fer í lögregluna fer í launakostnað. Ég vil ítreka að ekki er aðhaldskrafa á lögregluna á næsta ári. Það skiptir máli. Aðhaldskrafan kostar um 400 milljónir á ári. Það hefur sömuleiðis verið barist fyrir því að lögreglan sé á svipuðum stað í aðhaldskröfunni — að lögreglan og saksóknin lúti sömu lögmálum og heilbrigðis- og menntakerfið. Ég legg því áherslu á að lögreglan og fangelsismálin séu undanþegin aðhaldskröfu. Það skiptir máli.