154. löggjafarþing — 100. fundur,  22. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[19:35]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Ég get ekki verið sammála henni að fullu varðandi það að stöðnun ríki þegar kemur að afvopnunarmálum. Það ríkir stöðnun meðal kjarnorkuveldanna þegar kemur að kjarnorkuafvopnun. Hins vegar hafa þjóðir heims sem ekki hafa yfir kjarnorkuvopnum að búa tekið sig saman á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og eru þar með aðra nálgun. Ég myndi vilja sjá Ísland þar verandi þjóð sem ekki hefur yfir kjarnorkuvopnum að búa og hefur skýra stefnu þegar kemur að kjarnorkuafvopnun, taka þar þátt og mæta á fundi líkt og aðrar þjóðir sem eiga aðild að NATO hafa gert. Ég vil hvetja hæstv. ráðherra til þess að beita sér fyrir því, þó ekki sé annað en að við mætum þar til fundar (Forseti hringir.) og heyrum það sem talað er um og, líkt og aðrar kjarnorkuvopnalausar þjóðir, leggjum gott til.