154. löggjafarþing — 104. fundur,  30. apr. 2024.

tekjuskattur.

918. mál
[16:26]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tel að þessi aðgerð sé ekki að ná tilgangi sínum. Hún er ekki að koma að gagni fyrir fólkið í landinu sem er ekki að hafa áhyggjur af innborgunum á höfuðstól núna heldur bara hefur ekki fé á milli handanna. Það er að borga á bilinu þrjár til fimm milljónir, kannski 5,4 af 50 millj. kr. láni í vexti núna á árinu og það er verið að láta það fá 150.000–250.000 kr. sem fara inn á höfuðstól sem mun skipta — ég held að afborganirnar af því muni lækka um 21.500 kr. á árinu út af þessari lækkun á höfuðstólnum, 1.791 kr. á hverjum einasta mánuði. Þetta er ekki að skila sér til fólksins í landinu og ég tel að það eigi að greiða þetta beint inn á reikning þess.