154. löggjafarþing — 111. fundur,  14. maí 2024.

framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ.

1095. mál
[14:46]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við í Samfylkingunni styðjum þetta frumvarp og við fögnum því að það sé komið hér til atkvæðagreiðslu í dag. Verkefnin sem bæjarstjórn Grindavíkur hefur þurft að glíma við undanfarið hálft ár og lengur eru svo stór að það er ekki annað forsvaranlegt en að ríkið komi að þeim málum. Ég trúi því og treysti að þetta þverpólitíska samkomulag sem náðist í nefndinni og samkomulagið við Grindavíkurbæ sé góður upphafspunktur að samstarfi bæjarstjórnarinnar og þessarar framkvæmdanefndar. Við styðjum málið.