154. löggjafarþing — 111. fundur,  14. maí 2024.

framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ.

1095. mál
[14:47]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vil leyfa mér að þakka þinginu fyrir að bregðast svona hratt við og keyra þetta mál í gegn. Þetta er mikilvægt mál fyrir samfélagið í Grindavík en ekki síður fyrir bæjarstjórnina sem er að takast á við verkefni sem eru bara ómanneskjuleg og erfitt að eiga við. Viðreisn styður þetta mál og ég fagna því að þingið skuli taka þetta mál föstum tökum og standa með samfélaginu í Grindavík í þessari miklu neyð sem þau eru að takast á við.