154. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2024.

raforkulög.

348. mál
[16:38]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið og ég er sammála því að við þurfum að horfa heildrænt á þetta. Það er ekkert hægt að leysa verkefnið með því að takast á við einn hluta af vandanum. Ég var að gagnrýna það að mér finnst ríkisstjórnin hafa horft of mikið á það að virkja og virkja í stað þess að horfa heildstætt á þetta. Jú, við getum kannski komið okkur saman um einhverjar virkjanir sem valda ekki eins miklum umhverfisspjöllum og aðrar en við megum ekki horfa á það sem einu lausnina. Við þurfum að horfa heildstætt á hlutina og það er það sem ég vona að við getum gert á næstu árum, að breyta umræðunni yfir í þessa heildstæðu nálgun og fara að hugsa um þetta saman, ekki bara standa öðrum megin og rífast og svo hinum megin og rífast.