154. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2024.

raforkulög.

348. mál
[16:54]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir. Rétt eins og með jarðgöngin og rafmagnið á Austfjörðum þá mun ekki standa á mér að setja gott og skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrána. Ég held að við Píratar höfum sýnt að við höfum barist fyrir því að slíkt yrði gert. Nú veit ég til þess að umræður voru byrjaðar milli formanna flokka og hæstv. forsætisráðherra og svo er náttúrlega kominn nýr hæstv. forsætisráðherra og mér skilst að þar eigi að skoða eitthvað meira með stjórnarskrána. Ég held að það sé löngu kominn tími til að við finnum lausn á því og setjum alvöruákvæði um auðlindirnar þar inn, það er ekki spurning.