154. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2024.

raforkulög.

348. mál
[17:19]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla að byrja því að þakka hv. þingmanni fyrir hans ræðu. Næg orka til — nú erum við að tala um orkuskipti og orkuöryggi, sanngjarnt verð og víða komið við, skortur á dreifingu sem ég vil yfirleitt frekar tala um sem lélegt flutningskerfi raforku því að það er í rauninni háspennta kerfið sem flytur og svo erum við með dreifikerfið sem hefur að mestu staðið sig ágætlega, búið að koma því í jörð á síðustu 30 árum, 75%, þannig að það hefur styrkst mikið. Varðandi flutningskerfi raforku: Er hv. þingmaður ekki sammála mér um það að ef við erum að fara orkuskiptin og byggja upp raforkuöryggi eins og við viljum þekkja það, þá þurfi að byggja upp flutningskerfi raforku, fara upp í næsta þrep til að styrkja þetta kerfi? Að þegar við ætlum fyrst og fremst að raforkuvæða samfélagið, á ensku, frú forseti, „electrification“ þá sé þetta lykilatriði í þessu samhengi?