154. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2024.

raforkulög.

348. mál
[19:26]
Horfa

Dagbjört Hákonardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni kærlega fyrir ágæta umræðu um orkustefnu sem hv. þingmaður vill sjá hér á landi. Ég hnaut hins vegar um umfjöllun hv. þingmanns um stór og mikil verkefni sem eru fyrirhuguð á Reykjanesskaga í sambandi við niðurdælingu koltvísýrings. Ég myndi gjarnan vilja fá fram afstöðu hv. þingmanns til þess. Almennt nefnir hv. þingmaður að við þurfum að halda áfram að treysta á áliðnað hér á landi. Það er svo sannarlega ekki á hvers manns færi að skilja nákvæmlega það sem fram fer þegar niðurdæling koltvísýrings er annars vegar (Forseti hringir.) en er ekki hægt að sjá fyrir sér farsæla nýsköpun hér á landi í þessari merkilegu tækni?