154. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2024.

raforkulög.

348. mál
[19:30]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég verð bara að segja alveg eins og er og ég get alveg endurtekið þetta: 75 milljarðar lítrar af hreinu vatni til þess að menga. 2.500 lítrar á sekúndu, 3 milljónir tonna, 250.000 tonn á mánuði. Eitt tonn sem þeir voru að dæla upp á Hellisheiði var að valda jarðskjálftum. Viltu búa í Hafnarfirði (Gripið fram í.) þegar þessu verður dælt niður? Þú getur gert það enn þá af því að þeir eru ekki ekki byrjaðir að dæla niður. En ég segi fyrir mitt leyti: Ekki vil ég vera á svæðinu þegar þeir byrja að dæla niður 250.000 lítrum á mánuði bara örstutt frá bænum. Fyrir utan það að við Straumsvík er ómetanleg silungategund í hraunjaðrinum. Og þeir eru búnir að spá því að þetta muni valda súrnun. Ég spyr: Hverju erum við að bjarga ef við erum að dæla einhverju pínulitlu til þess að bjarga náttúrunni en á sama tíma er gos við hliðina sem mengar þvílíkt? (Forseti hringir.) Það tæki okkur þúsundir ára að reyna að ná bara nokkrum dögum af því til að stoppa þá mengun.