154. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2024.

raforkulög.

348. mál
[19:37]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir greinargóða ræðu þar sem hann reifaði sín sjónarmið. Mér hefur sjálfri fundist þegar maður er að skoða þetta mál, þetta frumvarp að löggjafinn og meiri hlutinn sé að bregðast við ákveðinni stöðu sem upp er komin og því miður af þörf. Mér finnst sjálfri þetta kannski spegla það líka hvað það er kominn mikill tími á heildarendurskoðun á raforkulögunum þannig að við séum ekki í einhverjum svona bútasaum og það sé hægt að fara að marka stefnu til lengri tíma litið, því að hér erum við einu sinni sem oftar af hálfu ríkisstjórnarinnar í viðbragði frekar en stefnumótun. Það er verið að bregðast við einhverri stöðu og sú staða er ekki síst pólitísk. En ég hefði áhuga á að heyra sjónarmið hv. þingmanns, hvað honum finnist um næstu skref í stöðunni ef við gefum okkur það að meiri hlutinn ætli að afgreiða þetta mál.