154. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2024.

útlendingar.

722. mál
[11:30]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um breytingar á lögum um útlendinga. Mig langar að byrja á því að þakka hæstv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir góð störf. Þetta er flókinn málaflokkur og við heyrum það hér í ræðum þingmanna úr öllum flokkum að hugsanlega hefði málið litið öðruvísi út ef Píratar réðu eða ef Miðflokkur réði eða Flokkur fólksins. Auðvitað er það svo, en við höfum unnið þetta mál vel í nefndinni. Við höfum komið með mikilvægar breytingar er varða inngildingu og erum að snúa nær því sem gerist á Norðurlöndunum með skilvirkni og mannúð að leiðarljósi. Þess vegna styðjum við í VG þetta mál.