154. löggjafarþing — 131. fundur,  22. júní 2024.

breyting á ýmsum lögum um framhald á stuðningsaðgerðum vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ.

1130. mál
[23:36]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V):

Virðulegur forseti. Það er víðtækur stuðningur við þetta mál enda erum við hér að standa við gefin loforð um að framlengja þau stuðningsúrræði sem til staðar voru en jafnframt að bæta verulega þar í. Ég vil hins vegar hvetja til þess að sumarið verði nýtt til að skoða hvað stendur út af og koma þá með úrræði í haust sem duga til að taka utan um þá sem ekki hafa fallið undir þau úrræði sem til staðar eru. Það má enginn falla á milli skips og bryggju.