155. löggjafarþing — 4. fundur,  13. sept. 2024.

fjárlög 2025.

1. mál
[09:50]
Horfa

mennta- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegi forseti. Við erum að setja fjárframlag til ÍSÍ og UMFÍ, nokkur hundruð milljónir á ári, til að efla samstarf þeirra í héruðunum allt í kringum landið. Það á líka að nýtast til eldra fólks og það mun svo sannarlega gera það. Þó að við séum ráðuneyti íþróttamála þá erum við ekki sem ráðuneyti úti í héruðunum. Þess vegna virkjum við íþróttahreyfinguna, gerum það í gegnum samninga við hana, sem hefur þetta verkefni í samstarfi við þá sem eru úti í feltinu. Þar höfum við sett fjármagn inn, munum gera það, gerðum það með tímamótasamningum á síðasta ári og áframhald verður á því verkefni á þessu ári. Það er í raun svarið við spurningunni og það er enginn að reyna að komast undan einu eða neinu í því efni. En það er íþróttahreyfingin sem fer með íþróttir. Við vinnum með þeim. Við gerum samninga við þá og höfum sett gríðarlega háar fjárhæðir inn í þennan samning sem ég vænti mikils af fyrir hreyfingu eldri borgara en líka fyrir aðra hópa.