155. löggjafarþing — 4. fundur,  13. sept. 2024.

fjárlög 2025.

1. mál
[10:29]
Horfa

mennta- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegi forseti. Við erum að gera ráð fyrir því að árlegur kostnaður við innleiðingu þessa sé um 300 millj. kr. Við erum með fjármagn til þess í fjárlögum næsta árs. Við erum að gera ráð fyrir svigrúmi í okkar kerfum, og m.a. í fjármálaáætlun, til að hafa svigrúm fyrir þessi mál. Það liggur ljóst fyrir að þetta mun ekki koma hér inn í þingið án þess að gert sé ráð fyrir því í áætlunum ráðuneytisins að það sé fjármagnað. Frumvarpið er að fullu fjármagnað. Þegar frumvarpinu verður dreift hér mun liggja fyrir, í fjárhagshluta þess, hvernig þeim þætti verður háttað.