155. löggjafarþing — 4. fundur,  13. sept. 2024.

fjárlög 2025.

1. mál
[15:23]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég vona hv. þm. Eyjólfur Ármannsson hafi hlustað á svar mitt í fyrra andsvari þar sem ég tiltók hvernig ég hefði brugðist við. Það er rétt að lýðheilsan heyrir undir þann sem hér stendur en lögin sem snúa að einkasölu ekki. Ég hef gengið fast á eftir því að við förum eftir lögunum. Markmiðsákvæði laganna spegla mjög vel lýðheilsustefnuna. 7. gr. fjallar um einkaleyfi ÁTVR. Þessi lög heyra undir fjármála- og efnahagsráðherra og auðvitað ef það liggur ekki ljóst fyrir, skulum við segja, ef það er meintur vafi á því hvað lögin þýða, sem ég fæ ekki séð, hæstv. forseti, þá er þetta svona. Það er mjög mikilvægt að úr þessu fáist skorið (Forseti hringir.) vegna þess að kjarninn, eitt af meginatriðunum í okkar lýðheilsustefnu, er einkasalan. (Forseti hringir.) Hún snýr að fjölmörgum öðrum þáttum heldur en þeim að einhver einn aðili sé með þetta verkefni að selja og afhenda áfengi.