155. löggjafarþing — 4. fundur,  13. sept. 2024.

fjárlög 2025.

1. mál
[17:51]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Frú forseti. Ég og allur þingflokkur Miðflokksins höfum sett okkur líklega betur inn í þetta mál en flestir aðrir, jafn vel og þeir sem skrifuðu tillögurnar. Það var meira að segja sérþáttur af hinum vinsælu hlaðvarpsþáttum, Sjónvarpslausum fimmtudögum, sem fjallaði eingöngu um þessar 150 tillögur hæstv. ráðherra þar sem leitast var við að greina þær og kynna. Margt af þessu eru boð og bönn og auknar álögur. Hvernig boð og bönn og auknar álögur eiga að liðka fyrir verðmætasköpun er að mínu mati óskiljanlegt og þarfnast einhvers konar stefnu, pólitískrar stefnu sem tengist öðru en frelsi. Hvers vegna telur hæstv. ráðherra að boð og bönn, eins og Evrópusambandið hefur verið að leggja yfir álfuna með þeim afleiðingum sem þar hafa orðið, muni hafa önnur áhrif á Íslandi en raunin er þar sem þetta hefur verið reynt?