03.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 369 í B-deild Alþingistíðinda. (128)

6. mál, aðflutningsgjald

Lárus H. Bjarnason:

Eg man ekki í svipinn eftir lögum, er hafi verið látin öðlast gildi áður en þau urðu til. En svo færi, ef ákvæði 3. gr. verður látið standa óbreytt, því að þar er ætlast til að lögin gangi í gildi að nokkru leyti frá 24. febr. Hér er um mjög aðgæzluverða nýjung að ræða, og því er full ástæða til að setja málið í nefnd, enda þarf það ekki að tefjast mjög mikið fyrir því. Það ætti samt sem áður að geta öðlast staðfestingu um miðjan mánuðinn eða því sem næst.