15.02.1909
Sameinað þing: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í B-deild Alþingistíðinda. (2477)

Umræður um kjörbréfin

Lárus H. Bjarnason:

Eg tek það fram, að sjálfum er mér innilega sama um, hvort sérstök nefnd er skipuð eða ekki Hún er í öllu falli óþörf og eins og þegar hefir verið bent til ekki sem samrýmilegust þingsköpunum, þar sem málið kemur úr nefnd, því að kjörbréfadeildin verður ekki öðru vísi skoðuð en sem nefnd úr þinginu. í dag höfum við ekki annað að gera en útkljá þetta mál, en síðar taka við önnur störf, og þá gerðum við okkur seka í því, sem háttv. 1. þm. Reykvík. var að vara við — að spilla tíma þingsins.