16.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1040 í B-deild Alþingistíðinda. (1476)

61. mál, útflutningsgjald af fiski, lýsi o. fl.

Guðl. Guðmundsson:

Eg vil taka það fram, að eg get ekki álitið að tollur á lýsi, fóðurmjöli eða kökum, muni spilla fyrir þessari framleiðslu. Þeir sem kunnað hafa komið þessum verksmiðjum á fót hafa gengið út frá því sem gefnu, að tollur verði lagður á það eins og aðrar vörur af sömu tegund. Mér er það óskiljanlegt að þessi tollur gæti hrætt menn frá því að setja upp verksmiðjur, til þess að vinna fóðurmjöl eða áburðarefni úr síld.