30.07.1913
Efri deild: 19. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 303 í B-deild Alþingistíðinda. (1746)

64. mál, friðun æðarfugla

Sigurður Stefánsson, framsögumaður:

Jeg skal reyna að lengja umræðurnar ekki mikið að þessu sinni. Þær urðu miklar við 2. umr., svo að það er að bera í bakkafullan lækinn, að tala mikið um þetta mál nú.

Brtill. nefndarinnar við frv. eru framkomnar samkvæmt framkomnum bendingum í fyrri umræðum málsins; því fer harla fjarri, eins og jeg gat víst um við 2. umr., að nefndin hafi viljað ganga á hlut nokkurs manns, er hjer á hlut að máli. —

Eins og jeg tók fram við 2. umr., var nefndin í vafa um sektarákvæðin, hvort þau væru ekki sett of hátt. Hún hefur komist að þeirri niðurstöðu, að rjettast væri, að breyta ákvæði frv. um þetta efni samkvæmt því, sem farið er fram á í 1. brtill. nefndarinnar á þgskj. 174. Það er farið fram á það, að sektin fari ekki upp úr vissu hámarki. Það er hugsanlegt, eins og háttv. 3. kgk. þm. (Stgr. J.) benti á við 2. umr., að hámark sektanna samkvæmt frumv., eins og það er nú, geti orðið óbærilega hátt, þótt það sje ólíklegt. Nefndinni þótti og rjett, að sleppa lægra hámarki sektanna eins og það er ákveðið í frv. Hins vegar vildi hún ekki setja niður lámark sektanna í 1. gr. Þessar sektir hafa staðið í lögunum um 20 ár. Þetta hafa verið tíðustu sektirnar, og menn eru orðnir vanir þeim. Nefndin áleit og, að það væri ekki í samræmi við anda frumvarpsins, að lækka sektirnar meira. En jafnframt þessu hefur nefndin talið rjett, að taka upp í frv. það ákvæði úr veiðitilskipuninni, að byssan skuli vera upptæk, ef fuglinn er drepinn með byssuskoti. Þetta er og í samræmi við ákvæði annara gildandi laga, t. d. laganna um botnvðrpuveiðar, þótt í stærri stíl sje. Eftir þeim lögum eru suk aflans veiðarfærin upptæk. Nefndin hikaði ekki við, að taka þetta ákvæði upp í lögin, og býst við, að það kunni að leiða til þess, að menn horfi meira í að brjóta þau en ella, ef það er þar ekki. Að vísu munu dómarar ekki að jafnaði hafa beitt þessu ákvæði, er þeir hafa ákveðið sektir fyrir æðarfuglaskot, þótt það sje í lögunum. Jeg vona, að allir geti fallizt á 1. gr., ef hún verður eins og nefndin nú leggur til.

Þá kemur brtill. við 3. gr., um að fella burt orðið „hirða“ og í sambandi við þá brtill. er farið fram á, að bætt sje nýrri málsgrein aftan við greinina, er svo hljóðar:

„Nú finst dauður æðarfugl í vörzlum manns, og skal hann þá færa sönnur á, að hann hafi ekki drepið fuglinn, eða verið valdur að dauða hans, svo að honum verði gefin sök á, ella sektist hann samkvæmt 4. gr.

Lögfróðir menn hafa, og það gamlir og glöggvir lögfræðingar, bent nefndinni á, að þetta væri ekki heppilegt ákvæði, og það væri gagnstætt eðli allrar löggafar, að heimta sannanir fyrir því, að menn hafi ekki framið eitthvað. Raunar eru lík ákvæði til í lögum um sölu og veitingar áfengra drykkja, en þetta er ekki betra fyrir það. Af þessu kemst nefndin að þeirri niðurstöðu, að rjettast væri, að taka þetta breytingarákvæði aftur, og því tek jeg 4. og 5. brtill. aftur fyrir hönd nefndarinnar. Nefndin var altaf heldur treg til þessarar breytingar, sem að vísu var gerð í samræði við Iögfræðing. Jeg fæ heldur eigi sjeð, að mikill atvinnuhnekkir geti verið að því, þótt bannað sje að hirða dauða æðarfugla. 6. og 7. brtill. eru í samræmi við þá stefnu, að lækka sektirnar, og því eru þær sektir, er þar ræðir um, færðar niður.

8., 9., .10. og 11. brtill. miða , að því, stytta banntímabilið, sem ákveðið er í frv., og vegalengdir frá friðlýstu æðarvarpi, þar sem hvorki má skjóta nje leggja net. Það verður því ekki ástæða til að óttast, að rjettur varpeiganda skerði rjett annara manna út í frá, ekki sízt af því, að það hefur ekki heyrzt, að þau takmörk, er sett voru í tilskipunina 1849, hafi valdið ágreiningi milli varpeiganda og annara manna.

Síðasta brtill. er tekin upp að ráði góðs og glöggs lögfræðings hjer í deildinni, og nefndin telur hana mikið til bóta.

Brtill, á þgskj. 196 og 198 standa í sambandi hvor við aðra, að ef brtill. 196 verður feld, þá verður viðaukatill. á þgskj.198 tekin aftur. Jeg sje ekki ástæðu til að fjölyrða meira um reggjatöku varpeiganda. Það hefur mikið verið talað um það áður, og það er engin þörf á að bæta við það. Það virðist vera trúaratriði fyrir sumum háttv. þingdeildarmönnum, að það megi takmarkalaust taka eggin frá iuglinum, án þess að það skaði nokkuð æðarvarpsræktina, eða tefji fjölgun æðarfuglsins, og að það valdi ekki neinum skaða. Jeg hef ekki heyrt neinar þær ástæður færðar, er sannfæri mig um rjettmæti þessarar skoðunar. En það þykir mjer ósamkvæmni, að um leið og lagðar eru háar sektir við að drepa æðarfugl, er hann er skriðinn úr egginu, þá sje varpeigendum veitt einkaleyfi til að drepa hann, áður en hann skríður úr egginu.