08.08.1913
Efri deild: 26. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 473 í B-deild Alþingistíðinda. (1867)

29. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Hákon Kristoffersson:

Örfá orð vil jeg segja um brtill. á þgskj. 318.

Jeg hef borið hjer upp þessa brtill. með tilliti til þess, sem á undan er farið í máli þessu hjer í hv. deild, þar sem hv. nefnd tók upp svipaða símalínu, og hv. deild galt því ákvæði sitt. Með því er fordæmið skapað.

Jeg vænti þess, að hv. deild liti vel á þetta mál.

Kunnugt má það öllum vera, að þessi símalína gefur nokkuð góðan arð, og má telja hana með beztu símalínunum, þó hagur af henni sje ef til vill ekki eins mikill og af Siglufjarðarsímanum.

Með tilliti til þess, er áður hefur verið um þetta talað, finn jeg ekki ástæðu til , að ræða það frekar að sinni, en vænti þess, að hv. deild samþykki brtill., því hún er í alla staði rjettmæt.