14.07.1913
Sameinað þing: 2. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í B-deild Alþingistíðinda. (2460)

Þingsetning í sameinuðu þingi

Skúli Thoroddsen:

Jeg skal lýsa því yfir, í umboði flokks þess, er jeg heyri til, að sje skýrsla sú, er hæstv. ráðherra ætlar að gefa, um lotterímálið, þá lítur flokkur sá, er jeg heyri til, svo á, sem það sje eigi rjett, að ræða það mál í sameinuðu alþingi að svo stöddu, þar sem í skýrslugjöf ráðherra felist þá bein tilraun til þess, að draga úr þeim áhrifum, sem neðri deild alþingis er ætlað að hafa, samkvæmt stjórnarskránni, þar sem fyrirspurn hafi þegar verið borin fram um málið í háttv. neðri deild.

Af greindum rökum munum vjer ekki hlýða á skýrslu um lotterímálið í sameinuðu alþingi í dag.