05.07.1913
Neðri deild: 4. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 39 í C-deild Alþingistíðinda. (31)

5. mál, tekjuskattur

ATKVGR.:

Vísað til 2. umr. í einu hljóði. samþykt að kjósa 7 manna nefnd til þess að athuga málið.

7 manna nefnd samþ. í einu hlj. og æsktu þessir menn hlutfallskosningar um hana: Eggert Pálsson, Jón Jónsson,

Jón Ólafsson, Benedikt Sveinsson, Skúli Thoroddsen og Sigurður Sigurðsson.

Forseta bárust fjórir listar og merkti hann lista Heimastjórnarflokksins A, lista Sambandsflokksins B, lista Alþýðuflokks C og lista Sjálfstæðisflokks D., með þeirri áætlun, að svo yrði gert framvegis.

Var þá gengið til kosningar og hlaut A listi 7 atkv., B listi 6 atkv., C listi í atkv. og D listi 4 atkv.

Samkvæmt því hlutu þessir kosningu í nefndina:

Jón Ólafsson, Ólafur Briem, Matthías Ólafsson, Kristinn Daníelsson, Halldór Steinsson, Tryggvi Bjarnason, Jón Magnússon.

Frumv. Var síðan vísað til 2. umr. í einu hljóði.

FRUMVARP til laga um skattanefndir; 1. umr.