05.07.1913
Neðri deild: 4. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 48 í C-deild Alþingistíðinda. (50)

13. mál, vörutollur

Lárus H. Bjarnason:

Eg vil geta þess viðvíkjandi orðum háttv. 1. þm. G.-K. (B. Kr.), að um þessi lög verður aldrei svo búið, að ekki megi fara í kringum þau. Það fer aldrei svo, meðan flokkarnir eru jafn margir, og misjafnt gjaldið á hverjum, að ekki megi lauma vöru, sem hærra gjald er á, í vörur, sem lægra gjald hvílir á.

Eg fyrir mitt leyti vildi, að stjórnin væri svo hyggin, að hún vildi nema þessi lög úr gildi sem allra fyrst. En ef það er ekki hægt, þá vildi eg að reynt særi að skifta réttlátlegar niður í flokkana en gert var 1912, og enn réttlátlegar en hér er farið fram á.

Eg skildi ekki háttv. þm. Ak. (M. gr.) svo, að hann væri að lasta vörutollslögin, enda Var það allrar virðingarvert af þingmanni, að semja þau. Eg tók það svo, að hann væri ekki alla kostar ánægður með stjórnarfrv. — Það er ekki svo að akilja, að eg sé ánægður með lögin, jafn vel þó að þau séu að útbúnaðinum til virðingarverð sem þingmannsfrumvarp; eg er jafn óvinveittur vörutollslögunum og eg hefi áður verið; kýs helzt, eina og eg hefi áður tekið fram, að þeim verði lógað sem allra fyrst, en þar næst, að þau verði gerð sem þolanlegust.