14.08.1913
Neðri deild: 34. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1202 í C-deild Alþingistíðinda. (902)

104. mál, heimild fyrir veðdeild Landsbankans að gefa út (serie) bankavaxtabréfa

Pétur Jónsson:

Eg hafði ekki búist við þessari brýnu þörf á að stofna nýja veðdeild við Landabankann. Bygði eg þá skoðun mína á því, hve óglæsilegt það er að taka lán í veðdeildinni eins og nú er. En eftir upplýsingum háttv. framsögum. (B. Kr.) má það vel vera að nauðsyn beri til þessa, og hefði eg því búist við því, að greiða atkvæði mitt með þessu frumv.; en þó vil eg ekki greiða atkv. mitt með öllum þessum nýbreytingum frá fyrri veðdeildarlögum.

Í 1. grein er ákveðið, að landsjóður greiði tillag til veðdeildarinnar, 5000 kr. í 5 ár. Mér finst það óviðkunnanlegt að landssjóður borgi nokkurt tillag, og þá allra sízt svona hátt. Hitt er annað mál, að landssjóður borgaði tillag til 1. seríunnar vegna byrjunar-kostnaðarins. Í byrjuninni var það í óvissu, hvernig, gengi með veðdeildarbréfin. Þótti því ráðlegast að búa á allan hátt svo um hnútana, að bréfin þættu sem tryggust og að varasjóður safnaðist sem fyrat. Nú er kominn stór varasjóður og þess vegna minni ástæða til að landssjóður leggi þessa aukabyrði á eig. Það er afarnauðsynlegt fyrir Landsbankann og landssjóð, að bankinn standi á sínum eigin fótum. Það er því að eins óbein aðstoð, sem landssjóður á að veita bankanum. Þó tel eg þessa samábyrgð allra lántakenda samkv. 3. og 8 gr. mjög athugaverða og fráfælandi fyrir lántakendur; einkanlega er það athugavert fyrir þá, sem vilja taka lán út á jarðir. Þeir vilja, imynda eg mér, ekki vera í samábyrgð með þeim sem taka lán út á hús. Er þar ólíku saman að jafna, hvort lengur stendur í stað, verð jarðanna og húsanna. Er eg hræddur um, að þetta ákvæði fæli menn frá að taka lán, jafnvel meir en hættan í rauninni er, og einkum þá með góðu veðin. Annars vil eg engu um það spá. Reynslan verður að ekkert úr því. En heppilegra held eg að það væri fyrir veðdeildina að hafa aðra tryggingu en þessa. Þessi trygging er heldur ekki svo mikils virði. augum útlendra kaupenda yrði hún lítils virði. Og það er heldur ekki venja, eftir því sem eg veit bezt, að hafa svona tryggingu ójá veðdeildum. Slík trygging á sér stað hjá lánsfélögum, sem eru nokkurs konar samlagsstofnanir eða samvinnufélög, og er þá öðru máli að gegna.

Þetta er nú það sem eg aðallega hefi á móti frumv. Eg vildi helzt greiða atkv. á móti þeim tveim gr. þess, sem eg get ekki felt mig við, af því að eg var ekki svo árvakur, að koma með breytingartill. Við þessa umræðu. Þó býst eg við, að eg greiði atkv. með 1. gr. í þetta sinn, til þess að drepa ekki frumv., þótt mér falli hún alls ekki.