03.07.1914
Efri deild: 2. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í B-deild Alþingistíðinda. (1278)

30. mál, siglingalög

Eiríkur Briem:

Eins og getið er um í ástæðunum fyrir frv. þessu, tók nefndin, sem í fyrra hafði siglingalögin til meðferðar hjer í deildinni, til athugunar, hvort ekki væri rjett að taka í siglingalagafrumvarpið þau ákvæði, er hjer er um að ræða. En vegna þess að þá höfðu ekki borist hingað fregnir um, að þessi ákvæði væru komin til framkvæmda í Danmörku, þótti nefndinni ráðlegast að gera ekki neitt í málinu að því sinni, heldur fresta tillögum um þetta efni. En það var búist við því, að líkt frumv. og þetta myndi koma fram. Enda þótt málið sje ekki vandasamt, legg jeg til, að nefnd sje skipuð í málið, 5 manna nefnd, eins og í siglingalögin, að lokinni þessari umræðu.