01.07.1914
Neðri deild: 1. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í B-deild Alþingistíðinda. (2137)

Deildarsetning neðri deildar

Stóð ráðherra (H. H.) þá upp og tók til máls á þessa leið :

Frumv. það til stjórnarskipunarlaga sem eg leyfi mér að leggja fyrir hina heiðruðu deild, er hið sama frumvarp, sem samþykt var á síðasta þingi. Það er lagt fram af stjórnarinnar hálfu með skírskotun til konungsbréfs dags. 20. okt. 1913. En þar stendur svo :

Um leið og Vér því ákveðum að á nefndum degi skuli fara fram almennar kosningar til alþingis viljum Vér eigi láta hjá líða að gefa kjósendum til vitundar, að ef hið nýkosna alþingi samþykkir óbreytt stjórnarakrárfrumvarp það, sem samþykt var á síðasta þingi, þá verðum Vér jafnframt því, sem Vér staðfestum frumvarpið, að ákveða samkvæmt 1. gr. frumvarpsins í eitt skifti fyrir

öll, að íslenzk lög og mikilsvarðandi stjórnarathafnir skuli eins og að undanförnu bera upp fyrir Oss í ríkisráði voru og verður þá að gefa út um það sérstakan konungsúrskurð er, ráðherra Íslands ber upp fyrir Oss. Á þeim konungsúrskurði verður engin breyting gjörð nema Vér staðfestum lög um ríkisréttarsamband Íslands og Danmerkur, samþykt bæði af ríkisþinginu og alþingi, þar er ný skipan verði á gerð.

Hin önnur frumv. finn eg ekki ástæðu til að tala um nú, en minnist á þau, er þau koma til 1. umr. Óska eg, að forseti taki þessi frumv. á dagskrá við hentugleika og deildin til meðferðar.

Þá ákvað forseti fund föstudaginn 3. júlí kl. 12 á hádegi.

Fundi slitið.