10.08.1914
Neðri deild: 39. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 551 í B-deild Alþingistíðinda. (633)

71. mál, stofnun kennarastóls í klassískum fræðum

Ráðherra (S. E.) :

Mér skilst, að andróðurinn gegn frumvarpi þessu stafi eingöngu af fjárhagslegum ástæðum. En eg er í nokkrum vafa um, þegar á alt er litið, hvort hér stefnir í fjáraustursáttina. Mín skoðun er sú, að grísku- og latínukensla sé nauðsynleg á vísindastofnun eina og háskóla vorum og hún auki veg hans. Og eg fæ ekki betur séð, en að oss sé nauðsynlegt að halda háskóla vorum á lofti meira en gert hefir verið. Fæ ekki annað séð, en þá verði hann meira sóttur. En við það sparast fé það, sem fer forgörðum í utanförum manna, sem tekið gæti próf sín hér. En hvað mikið er það fé? Eg mun greiða frumvarpinu atkvæði mitt.