30.08.1915
Neðri deild: 46. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1005 í B-deild Alþingistíðinda. (1843)

120. mál, þingsköp Alþingis

Frsm. meiri hl. (Jón Magnússon) :

Jeg býst við, að nefndin athugi athugasemdir hv. 2, þm. Rang. (E. P.) um það, hvort breyta þurfi ákvæðum 11. gr., um kosningu skrifstofustjóra. Jeg held, að það mundi ekki horfa til vandræða, þó að greinin væri látin standa eins og hún er.

Jeg þykist ekki þurfa að svara því, sem háttv. þm. N: Þing. (B. S.) sagði. Hann kom ekki fram með nein ný rök, og sagði ekkert annað en það, sem hv.

þm. Dal. (B. J.) hafði sagt áður, og að minni skoðun á engan hátt betur.