08.01.1917
Neðri deild: 17. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 567 í B-deild Alþingistíðinda. (650)

Skipun skrifstofustjóra

Á 17. fundi í Nd., mánudaginn 8. janúar, eftir að lokið var öðrum tilkynningum, skýrði forseti frá því, að forsetar þingsins hefðu, allir í sameiningu, ráðið og skipað Einar Þorkelsson skrifstofustjóra Alþingis, samkv. 11. gr. þingskapanna, fyrir tímabilið frá 1. janúar 1917 til 31. desember 1923, og jafnframt samið og sett erindsbrjef fyrir hann, samkvæmt fyrirmælum sömu gr. þingskapanna.