03.09.1917
Neðri deild: 50. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 732 í B-deild Alþingistíðinda. (316)

7. mál, laun hreppstjóra og aukatekjur

Framsm. Magnús Guðmundsson):

Jeg skal svara háttv. þm. Barð. (H. K.) því, að jeg tel alveg vafalaust, að í borgun fyrir úttekt felist líka borgun fyrir lausafjárvirðingar, ef hið virta lausafje á að ganga upp í álag, því að þá er virðing þess partur af úttektargerðinni. Að öðru leyti virðist eiga að borga sjerstaklega fyrir lausafjárvirðingar.

Sami hv. þm. (H. K.) sagði, að ekki væri sjálfsagt að samþykkja alt eins og það kemur frá háttv. Ed. Það er auðvitað rjett, en jeg hefi ekki sagt orð í þá átt. (H. K.: Jeg sagði það ekki heldur). Í nál. stendur, að nefndinni hafi ekki þótt breytingarnar svo stórvægilegar, að það tæki því að flækja málinu milli deilda þeirra vegna. (H. K.: Getur háttv. frms. (M. G.) litið svo á, að lausafjárvirðing komi við úttekt, ef hún nemur miklu meiru en úttektin?) Já, ef lausafjeð á að ganga upp í álagið, annars ekki. Annars verður að skera úr þessu í hverju einstöku tilfelli, því að það er ekki hægt að gefa um það reglur, sem geta gilt undir öllum kringumstæðum.

Um brtt. er það að segja, að jeg verð, fyrir nefndarinnar hönd, að leggja á móti þeim, því að þótt ekki verði nema önnur þeirra samþykt, veldur það hrakningi á málinu á milli deilda, sem jeg álít alveg óþarft.